Opið
fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna næsta skólaárs, 2020 – 2021. Nemendur sem nú þegar stunda nám við skólann fá forgang inn í skólann til 17. apríl.

Fréttir

Sumarfrí

Tónmenntaskólinn er nú kominn í sumarfrí. Við þökkum samfylgdina þetta skólaárið og vonum að þið njótið sumarsins. Skrifstofan opnar aftur 17. ágúst en ef þið eigið brýnt erindi við okkur endilega sendið póst á tms@tonmenntaskoli.is. Kennsla hefst aftur fimmtudaginn 27. ágúst. ...

Lesa meira

Skólalok

Tónfræðikennslu 1. – 3. bekkjar og forskóla 1 og 2 er nú lokið í vetur. 4. – 7. bekkur er í prófum út þessa viku. Hljóðfærakennslu lýkur föstudaginn 22. maí og í vikunni 25. – 28. maí eru aðeins hljóðfærapróf, ...

Lesa meira

Tónfræðipróf

Við minnum á tónfræðiprófin sem haldin eru í þessari og næstu viku. Hér má sjá nánari dagsetningar prófa hvers bekkjar fyrir sig.                                          

Lesa meira

Kennslugreinar

Forskóli

Forskóli I & II

Kennarar:

Nánar

Píanó Forskóli

Kennari:

Nánar

Fiðlu Forskóli

Kennarar:

Nánar

Selló Forskóli

Kennarar:

Nánar
Hljóðfæri

Fiðla og Lágfiðla

Kennarar:

Anna Rún Atladóttir
Gróa Margrét Valdimarsdóttir
Olga Björk Ólafsdóttir
Sigríður Baldvinsdóttir

Nánar

Píanó

Kennarar:

Áslaug Gunnarsdóttir
Ásthildur Ákadóttir
Helgi Heiðar Stefánsson
Hrafnhildur Hafliðadóttir
Jónas Sen
Ólöf Jónsdóttir

Nánar

Klarinett

Kennarar:

Finn Schofield
Hafsteinn Guðmundsson

Nánar

Fagott

Kennarar:

Finn Schofield
Hafsteinn Guðmundsson

Nánar

Selló

Kennarar:

Victoria Tarevskaia
Catherine M. Stankiewicz

Nánar

Þverflauta

Kennari:

Martial Nardeau

Nánar

Harpa

Kennari:

Sophie Marie Schoonjans

Nánar

Miðstöðin

Rythmísk Deild

Kennari:

Ólafur Elíasson

Nánar

Saxafónn

Kennarar:

Finn Schofield
Hafsteinn Guðmundsson

Nánar

Gítar

Kennarar:

Björn Ólafur Gunnarsson
Sturla Einarsson
Þorkell Atlason

Nánar
Hóptímar

Blásarasveit A, B og C

Í samvinnu við
Skólahljómsveit 
Austurbæjar

Kennari:

Sandra Rún Jónsdóttir

Nánar

Strengjasveit I – III

Í samvinnau við Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar

Kennarar:

Örnólfur Kristjánsson
Ólöf Sigursveinsdóttir
Rósa Jóhannesdóttir
Kristján Matthíasson

Nánar

Samspilshópar

Hóptímar

Kennarar:

Ýmsir kennarar

Nánar

Tóndæmi

Hér er tónverkalisti sem gefur hugmynd um hljóðheim hljóðfæranna sem hægt er að stunda nám á í Tónmenntaskóla Reykjavíkur. 

Hjá Tónmenntaskóla Reykjavíkur starfar einvalalið kennara

Anna Rún Atladóttir Skólastjóri / Fiðla / Meðleikur
Áslaug Gunnarsdóttir Píanó / Meðleikur
Ásthildur Ákadóttir Píanó
Birna Björnsdóttir Tónfræði
Björn Ólafur Gunnarsson Gítar     
Catherine Maria Stankiewicz Selló / Forskóli / Tónfræði
Finn A. Schofield Klarinett / Saxófónn
Friðný Heiða Þórólfsdóttir Skólaritari
Gróa Margrét Valdimarsdóttir Fiðla
Hafsteinn Guðmundsson Saxófónn / Fagott / Klarinett
Helgi Heiðar Stefánsson Píanó
Hrafnhildur Hafliðadóttir Píanó / Forskóli / Tónfræði 
Jónas Sen Píanó / Meðleikur
Martial Nardeau Þverflauta
Olga Björk Ólafsdóttir Fiðla
Ólöf Jónsdóttir Aðstoðarskólastjóri / Píanó
Sopie Marie Schoonjans Harpa
Sturla Einarsson Gítar
Sigríður Baldvinsdóttir Fiðla
Victoría Taravskaia Selló
Þorkell Atlason Gítar / Tónfræði
Þórunn Guðmundsdóttir Formaður
Brjánn Ingason  
Þórdís Heiða Kristjánsdóttir  
Jóhanna Vilhelmsdóttir  

 • Saxófónn

  Þó saxófónn tilheyri tréblásturshljóðfærum er það búið til úr málmi. Saxófónninn var fundinn upp og fyrst smíðaður af belganum Adolphe Sax um 1840 svo miðað við önnur hljóðfæri þá er hann ungt hljóðfæri eða aðeins um 150 ára gamall.

  Hljómur hans er mjúkur og fallegur en getur líka verið sterkur og spennandi. Saxófónn er mest notaður í jazz- og popp tónlist og er frægur fyrir t.d. lagið Carless Whisper, en hann er líka notaður í klassískri tónlist.

  Til eru margar stærðir af saxófónum, frá litlum sópran saxófónum til risastórra baritón saxófóna. Sá algengasti er alt saxófónninn og hægt er að hefja nám á hann um níu til ellefu ára aldur, jafnvel aðeins yngri, allt eftir þroska nemandans. Oft lærir nemandi á annað blásturshljóðfæri á undan t.d. blokklautu en það er þó ekki nauðsynlegt. Skólinn leigir nemendum sem þess óska saxófón.

  Hljómur hans er mjúkur og fallegur en getur líka verið sterkur og spennandi. Saxófónn er mest notaður í jazz- og popp tónlist og er frægur fyrir t.d. lagið Carless Whisper, en hann er líka notaður í klassískri tónlist.
  Til eru margar stærðir af saxófónum, frá litlum sópran saxófónum til risastórra baritón saxófóna. Sá algengasti er alt saxófónninn og hægt er að hefja nám á hann um níu til 11 ára aldur, jafnvel aðeins yngri, allt eftir þroska nemandans. Oft lærir nemandi á annað blásturshljóðfæri á undan t.d. blokklautu en það er þó ekki nauðsynlegt. Skólinn leigir nemendum sem þess óska saxófón.

 • Klarinett

  Klarinett er tréblásturshljóðfæri búið til úr svörtum viði og fallegur mjúkur hljómur þess svipar til söngraddarinnar. Það er sérstakt því það getur spilað mjög djúpar nótur en líka mjög háar nótur og styrkleikasvið þess er afar vítt, frá mjög sterkum tónum yfir í mjög veika tóna.

  Klarniettið er gamalt hljóðfæri en vinsældir þess jukust mjög fyrir um 200 árum þegar hið fræga tónskáld W. A. Mozart tók ástfóstri við hljóðfærið og samdi fyrir það mörg falleg lög. Klarinett er notað í sinfóníuhljómsveitum, spilar t.d. köttinn í Pétri og úlfinum eftir Prokofiev, og eins er það mikið notað í klezmer- og jazz tónlist. 

  Til eru um 12 mismunandi tegundir af mismunandi stórum klarinettum. Það klarniett sem flestir byrja að læra á heitir B - klarinett. Nemendur þurfa að vera orðnir um átta til níu ára til að læra á það og það hjálpar að hafa lært dálítið á blokkflautu fyrst. Til eru minni og léttari klarinettur, svokallaðar C klarinettur, sem gefa möguleika á að byrja nokkru fyrr, eða um sjö ára aldur. Skólinn leigir nemendum sem þess óska klarinett.

 • Gítar

  Klassíski gítarinn er upprunnin á Spáni fyrir um 200 árum. Hann er úr viði og hefur sex strengi, þó einnig séu til gítarar með 12 strengjum. Gítarinn er notaður jafnt í klassískri tónlist sem og rythmískri, auk þess að vera vinsælt meðleikshljóðfæri með söng. Það er ekki nauðsynlegt að kunna á annað hljóðfæri áður en nám í gítarleik er hafið en eitt til tvö ár í forskóla er þó góður grunnur.

  Algengt er að gítarnemendur hefji nám við átta ára aldur. Flestir kaupa sinn eigin gítar en auk þess þurfa nemendur að eiga fótstig og nótnapúlt.

 • Fiðla

  Fiðlan er minnsta hljóðfæri strengjafjölskyldunnar. Fyrstu fiðlurnar voru smíðaðar snemma á 16. öld svo í dag hefur verið spilað á fiðlur í 500 ár. Fiðlan er gerð úr viði og hefur fjóra strengi. Spilað er á fiðluna með boga úr viði og hrosshárum en einnig er hægt að plokka í strengina með fingrunum. Hefðbundið fiðlunám hefst oft um sjö ára aldur en hægt er að hefja nám í fiðluforskóla frá fimm ára aldri. Fiðlur eru til í ýmsum stærðum en hægt er að leigja fiðlu hjá skólanum sem hentar stærð nemandans. Fiðlunemendur taka þátt í hljómsveitastarfi og ýmiss konar samleik.

 • Selló

  Sellóið er hluti af strengjahljóðfæra fjölskyldunni. Það er búið til úr viði og á því eru fjórir strengir sem strokið er á með boga úr viði og hrosshárum. Sellóið kom fyrst fram á sjónarsviðið í sinni núverandi mynd um 1660 og síðan þá hefur verið spilað á það sitjandi og það látið hvíla á milli fótanna á stálpinna. Sellóið er eina hljóðfærið sem hægt er að knúsa þegar maður spilar og það er líka sérstakt að því leyti að það er bæði bassa hljóðfæri og einleikshljóðfæri í einu. Hljómurinn er blæbrigðaríkur og syngjandi og líkist að mörgu leyti mannsröddinni. Hefðbundið sellónám hefst oft um sjö ára aldur en hægt er að hefja nám í sellóforskóla frá fimm ára aldri.

  Selló eru til í ýmsum stærðum en hægt er að leigja selló hjá skólanum sem hentar stærð nemandans. Sellónemendur taka þátt í hljómsveitastarfi og ýmiss konar samleik.

  Selló eru til í ýmsum stærðum en hægt er að leigja selló hjá skólanum sem hentar stærð nemandans. Sellónemendur taka þátt í hljómsveitastarfi og ýmiss konar samleik.

 • Faggott

  Fagottið er dýpst tréblásturshljóðfæra en það hefur verið til frá því á 17. öld. Margir þekkja fagottið úr Pétri og úlfinum eftir S. Prokofiev en þar túlkar það afann.

  Nemandi sem vill læra á fagott þarf að hafa náð 11 til 12 ára aldri enda er hljóðfærið stórt. Oft eru nemendur eldri þegar þeir hefja nám á hljóðfærið því nauðsynlegt er að hafa náð ákveðnum líkamlegum þroska til að ráða við fagottið. Hendur nemandans þurfa að hafa náð vissri lágmarksstærð.
  Kostur er að nemendur, sem hyggjast læra á fagott hafi lært á annað hljóðfæri áður og hafi fengið þjálfun í nótnalestri. Ekki er mælt með einu ákveðnu byrjunarhljóðfæri en klarínetta og þverflauta eru algengust þó önnur hljóðfæri komi vel til greina svo sem píanó eða strengjahljóðfæri.
  Fagott eru gerð úr tré eða plasti og eru öll af sömu stærð en þó eru fáanleg hljóðfæri fyrir smáar hendur.  Algengt er að nemendur leigi fagott í upphafi náms frá tónlistarskólanum þar sem hljóðfærið er dýrt.

 • Þverflauta

  Þverflauta tilheyrir flokki tréblásturshljóðfæra því áður fyrr voru þær smíðaðar úr tré. Í dag eru þær flestar úr silfri og nokkrar úr gulli og platínu. Börn allt frá sjö ára aldri geta lært á hljóðfærið. Almennt forskólanám nýtist vel og ekki er verra að hafa lært svolítið á blokkflautu eða píanó. Tónn þverflautunnar er bjartur en getur líka verið hlýr. Fyrir hana hafa verið skrifuð mörg ægifögur verk og sóló (innan stærri verka). Hún er vinsæl og leikur oft laglínur í samspili en spriklar líka og sprellar við eyrun. Flautan er létt og fyrirferðalítil. Ekki er mjög kostnaðarsamt að eignast flautu en einnig er hægt að fá leigðar flautur hjá skólanum.

 • Harpa

  Harpan er strengjahljóðfæri sem hægt er að spila á einn, í samspili eða í hljómsveit.  Saga hörpunnar er löng því hún hefur verið til síðan 3500 fyrir Krist. Til eru ýmsar gerðir og stærðir af hörpum sem hafa allt frá 22 strengjum upp í 47 strengi. Nokkrir strengirnir eru mismunandi á litinn svo auðveldara sé að finna rétta nótu. Nú á dögum eru hörpur notaðar í allskonar tónlist, svo sem þjóðlagatónlist, klassískri-, popp-, jazz- og nútíma tónlist.

  Nemendur hefja oftast nám sjö til átta ára gamlir og byrja þá á Keltneska eða litla hörpu. Hörpunemendur eiga þess kost að leigja hörpu til að sinna heimaæfingum.

  Nemendur hefja oftast nám sjö til átta ára gamlir og byrja þá á Keltneska eða litla hörpu. Hörpunemendur eiga þess kost að leigja hörpu til að sinna heimaæfingum.

  Tóndæmi

  Kennari:

  Sophie Marie Schoonjans

 • Píanó

  Ítalski hljóðfærasmiðurinn Bartolomeo di Francesco Cristofori (1655 – 1732) fann upp píanóið að því að talið er árið 1709.  Strengir í píanóum eru festir í járn ramma sem mynda hörpu. Þegar spilað er á nótu á hljómborðinu, slær hamar á streng hörpunnar og myndar tóninn sem berst úr hljóðfærinu. Píanó eru annars vegar til upprétt, þá er harpa hljóðfærisins lóðrétt og hinsvegar lárétt og heita þá flygill, sem stendur á þremur fótum, en í þeim liggja strengirnir láréttir í hörpunni. Píanóinu hefur oft verið líkt við hljómsveit vegna fjölbreyttra blæbrigða og víðs tónsviðs hljóðfærisins, sem telur sjö áttundir. Margir hljómsveitarpartar hafa því verið umritaðir fyrir píanó. Til að hefja píanónám er æskilegt að nemandi hafi náð sjö til átta ára aldri. Þó er boðið upp á píanóforskóla fyrir nemendur frá fimm ára aldri. Mikilvægt er að nemendur öðlist færni í samspili hvort heldur það er með fleiri píanónemendum eða samspili ólíkra hljóðfæra. Skilyrði fyrir píanónámi er að nemandinn hafi óhindraðan aðgang að píanói til heimaæfinga