Klassíski gítarinn er upprunnin á Spáni fyrir um 200 árum. Hann er úr viði og hefur sex strengi, þó einnig séu til gítarar með 12 strengjum. Gítarinn er notaður jafnt í klassískri tónlist sem og rythmískri, auk þess að vera vinsælt meðleikshljóðfæri með söng. Það er ekki nauðsynlegt að kunna á annað hljóðfæri áður en nám í gítarleik hefst en eitt til tvö ár í forskóla er þó góður grunnur.
Algengt er að gítarnemendur hefji nám við átta ára aldur. Flestir kaupa sinn eigin gítar en auk þess þurfa nemendur að eiga fótstig og nótnapúlt.