Fornám er samþætt byrjendanám í tónfræðagreinum, sniðið að aldri og þroska barna (aðalnámskrá tónlistarskóla bls. 17).
Börn geta innritast í forskóla sex eða sjö ára að aldri. Börn sem innritast sex ára eru tvö ár í forskóla en sjö ára börn eitt ár. Kennt er í hópum og eru fimm til átta nemendur í hverjum hópi. Hver hópur fær tvær kennslustundir á viku.
Í forskólanum fá nemendur alhliða tónlistarþjálfun með því að taka þátt í söng, blokkflautuleik (forskóli II), hreyfi- og hrynþjálfun og markvissri hlustun. Frumatriði í tónfræði eru kennd í forskóla II. Ýmiss konar skapandi starf er snar þáttur í náminu. Forskólanámið byggir að verulegu leyti á tónlistarupplifun nemenda, sérstaklega í forskóla I.