Sellóið er hluti af strengjahljóðfæra fjölskyldunni. Það er búið til úr viði og á því eru fjórir strengir sem strokið er á með boga úr viði og hrosshárum. Sellóið kom fyrst fram á sjónarsviðið í sinni núverandi mynd um 1660 og síðan þá hefur verið spilað á það sitjandi og það látið hvíla á milli fótanna á stálpinna. Sellóið er eina hljóðfærið sem hægt er að knúsa þegar maður spilar og það er líka sérstakt að því leyti að það er bæði bassa hljóðfæri og einleikshljóðfæri í einu. Hljómurinn er blæbrigðaríkur og syngjandi og líkist að mörgu leyti mannsröddinni. Hefðbundið sellónám hefst oft um sjö ára aldur en hægt er að hefja nám í sellóforskóla frá fimm ára aldri.
Selló eru til í ýmsum stærðum en hægt er að leigja selló hjá skólanum sem hentar stærð nemandans. Sellónemendur taka þátt í hljómsveitastarfi og ýmiss konar samleik.