Blásarasveit A, B og C​

Tónmenntaskólinn hefur í mörg ár verið í samstarfi við skólahljómsveit Austurbæjar með lúðrasveitir.  Þetta gildir um þá nemendur sem eru búnir að læra einn vetur á hljóðfærið sitt og eldri. Með þessari samvinnu verður hljómsveitin stærri og meiri líkur á að hljóðfæraskipan verði breiðari en skemmtilegra er fyrir nemendur að starfa við slík skilyrði.

Skólahljómsveit Austurbæjar hefur aðsetur sitt í Laugalækjarskóla og stjórnandi hennar er Björg Brjánsdóttir.

 Í Skólahljómsveit Austurbæjar eru starfræktar 3 sveitir A, B og C sveitir.

A sveitin er fyrir yngstu nemendurna, B sveitin fyrir aðeins lengra komna og C sveitin fyrir þau elstu og lengst komnu.

Sveitirnar æfa tvisvar sinnum í viku í um klukkutíma í senn. Þar sem umfang tónlistarnáms þeirra nemenda sem innritaðir eru í Tónmenntaskólann er töluvert meira en þeirra nemenda sem skráðir eru í Skólahljómsveit Austurbæjar geta nemendur Tónmenntaskólans samið um að mæta aðeins á aðra æfingu sinnar sveitar.

Þátttaka í hljómsveitum skólans er skylda fyrir alla blásaranemendur og telst mikilvægur þáttur í náminu.

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
90-120
Fjöldi nemenda í hóp
Breytilegt

Add Your Heading Text Here