Píanó

Píanó

Ítalski hljóðfærasmiðurinn Bartolomeo di Francesco Cristofori (1655 – 1732) fann upp píanóið að því að talið er árið 1709.  Strengir í píanóum eru festir í járn ramma sem mynda hörpu. Þegar spilað er á nótu á hljómborðinu, slær hamar á streng hörpunnar og myndar tóninn sem berst úr hljóðfærinu. Píanó eru annars vegar til upprétt, þá er harpa hljóðfærisins lóðrétt og hinsvegar lárétt og heita þá flygill.

Píanóinu hefur oft verið líkt við hljómsveit vegna fjölbreyttra blæbrigða og víðs tónsviðs hljóðfærisins, sem telur sjö áttundir. Margir hljómsveitarpartar hafa því verið umritaðir fyrir píanó.

Til að hefja píanónám er æskilegt að nemandi hafi náð sjö til átta ára aldri. Þó er boðið upp á píanóforskóla fyrir nemendur frá fimm ára aldri. Mikilvægt er að nemendur öðlist færni í samspili hvort heldur það er með fleiri píanónemendum eða samspili ólíkra hljóðfæra.
Skilyrði fyrir píanónámi er að nemandinn hafi óhindraðan aðgang að píanói til heimaæfinga.

Kennarar
Áslaug Gunnarsdóttir
Ásthildur Ákadóttir
Helgi Heiðar Stefánsson
Hrafnhildur Hafliðadóttir
Jónas Sen
Ólöf Jónsdóttir
Hljóðdæmi

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
1

Add Your Heading Text Here