þverflauta

Þverflauta

Þverflauta tilheyrir flokki tréblásturshljóðfæra því áður fyrr voru þær smíðaðar úr tré. Í dag eru þær flestar úr silfri og nokkrar úr gulli og platínu. Börn allt frá sjö ára aldri geta lært á hljóðfærið.

Almennt forskólanám nýtist vel og ekki er verra að hafa lært svolítið á blokkflautu eða píanó. Tónn þverflautunnar er bjartur en getur líka verið hlýr. Fyrir hana hafa verið skrifuð mörg ægifögur verk og sóló (innan stærri verka). Hún er vinsæl og leikur oft laglínur í samspili en spriklar líka og sprellar við eyrun. Flautan er létt og fyrirferðalítil. Ekki er mjög kostnaðarsamt að eignast flautu en einnig er hægt að fá leigðar flautur hjá skólanum.

Kennarar
Magnea Árnadóttir
Hljóðdæmi

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
1

Add Your Heading Text Here