Skólagjöld 2025-2026
eru eftirfarandi

  • Hljóðfæranám kr. 230.000,-
  • Hljóðfæraforskólar kr. 170.000,-
  • Forskóli kr. 115.000,-
  • Hljómborðsleikur (hóptími) kr. 170.000,-
  • Miðstöðin kr. 230.000,-
  • Stúdíógjald (Miðstöðin) og hljóðfæraleiga kr. 18.500,

Veittur er systkinaafsláttur, 20% af gjöldum 2. barns,  30% af gjöldum 3. og 4. barns. Alltaf er greitt fullt verð fyrir dýrasta námið.

Tónlistarkennsla
fyrir börn á grunnskólaaldri
6 – 15 ára.

Boðið er upp á hljóðfæra- og tónfræðikennslu.

Tónmenntaskóli Reykjavíkur er ætlaður nemendum á grunnskólaaldri, 6-15 ára. Einstaka undantekningar eru gerðar á þessu fyrir 5 ára börn (hljóðfæra forskólar) og einnig tónlistarkennsla eldri nemenda í einstaka tilfellum.

Nemendur sem nú þegar stunda nám við skólann, systkini þeirra og þeir umsækjendur sem eiga lögheimili í Reykjavík fá forgang við skráningu í skólann. Framboð getur verið mismunandi eftir hljóðfærum.

Þegar nemandi fær boð um skólavist þarf hann að greiða 30.000 kr. staðfestingargjald, sem er óendurkræft. Sú upphæð dregst frá skólagjöldum viðkomandi þegar námið hefst.

Ganga þarf frá skólagjöldum við upphaf skólaárs. Skólagjöld eru innheimt með kröfum í heimabanka sem má skipta og greiða fyrri hlutann í ágúst en seinni hlutann eftir áramót í febrúar. Einnig er hægt að dreifa greiðslum á allt að 6 mánuði sé þess óskað

Hægt er að nota Frístundakort Reykjavíkurborgar til frádráttar á skólagjöldum, en einungis er hægt að ráðstafa styrknum á haustin þegar gengið er frá skólagjöldum. Óheimilt er að endurgreiða Frístundastyrk Reykjavíkurborgar.

Tónmenntaskóli Reykjavíkur nýtur fjárframlaga frá Reykjavíkurborg.

Uppsögn á skólavist

Segja þarf upp námi með þriggja mánaða fyrirvara, þannig að ef nemandi hættir þarf að greiða fyrir þrjá mánuði eftir að uppsögn er tilkynnt. Ef uppsögn berst eftir fyrsta febrúar eru skólagjöld ekki endurgreidd. 

Uppsögn þarf að tilkynna til skrifstofu skólans skriflega.

Staðfesting á áframhaldandi skólavist

Í apríl, ár hvert, þurfa allir nemendur skólans að staðfesta áframhaldandi nám með því að greiða staðfestingagjaldið. Öðruvísi er ekki hægt að tryggja sér áframhaldandi vist í skólanum.

Mæting

Ætlast er til þess að nemendur Tónmenntaskólans sinni tónlistarnámi sínu af alúð og kostgæfni. Mætingaskylda er í alla tíma hvort sem um er að ræða tónfræði, hljóðfæra- eða hljómsveitartíma.  Fjarvistir og ástæður fyrir þeim skulu tilkynntar skrifstofu skólans.

Hljóðfæri í útleigu

Skólinn leigir út hljóðfæri og er leigugjaldið kr. 18.500,-. Í leigusamningi sem forráðamenn nemenda undirrita er getið um leiguskilmála og ábyrgð leigutaka. Stundum verða slys og hljóðfæri skemmast. Skólinn er ekki tryggður fyrir þessu því hljóðfærin eru á ábyrgð leigutaka

Þegar um dýr hljóðfæri er að ræða eins og selló eða fiðlur þá bendum við foreldrum á að hægt er að skrá hljóðfærið inn í heimilistryggingu.

Skólinn endurgreiðir ekki hljóðfæraleigugjald.

Add Your Heading Text Here