Fagott

Fagottið er dýpst tréblásturshljóðfæra en það hefur verið til frá því á 17. öld. Margir þekkja fagottið úr Pétri og úlfinum eftir S. Prokofiev en þar túlkar það afann.

Nemandi sem vill læra á fagott þarf að hafa náð 11 til 12 ára aldri enda er hljóðfærið stórt. Oft eru nemendur eldri þegar þeir hefja nám á hljóðfærið því nauðsynlegt er að hafa náð ákveðnum líkamlegum þroska til að ráða við fagottið. Hendur nemandans þurfa að hafa náð vissri lágmarksstærð.
Kostur er að nemendur, sem hyggjast læra á fagott hafi lært á annað hljóðfæri áður og hafi fengið þjálfun í nótnalestri. Ekki er mælt með einu ákveðnu byrjunarhljóðfæri en klarínetta og þverflauta eru algengust þó önnur hljóðfæri komi vel til greina svo sem píanó eða strengjahljóðfæri.
Fagott eru gerð úr tré eða plasti og eru öll af sömu stærð en þó eru fáanleg hljóðfæri fyrir smáar hendur.  Algengt er að nemendur leigi fagott í upphafi náms frá tónlistarskólanum þar sem hljóðfærið er dýrt.

Kennarar
Brjánn Ingason
Hljóðdæmi

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
1

Add Your Heading Text Here