Samþykki vegna myndatöku, myndbandsupptöku og birtingar myndefnis.

Til að uppfylla skyldur skv. lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga þarf Tónmenntaskóli Reykjavíkur að afla samþykkis forsjáraðila (foreldra/forráðamanna), eða nemanda sjálfs sé hann lögráða, áður en teknar eru og birtar myndir og myndskeið úr skólastarfinu. Tónmenntaskóli Reykjavíkur er ábyrgðaraðili vinnslunnar og mun fylgja gildandi lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga við meðferð myndefnis.


Sem liður í starfi Tónmenntaskólans og til að veita forsjáraðilum innsýn í starfsemi skólans eru teknar ljósmyndir og myndbönd af nemendum í leik og starfi. Tilgangurinn með myndatöku skólans og birtingu myndefnis er að upplýsa forsjáraðila um starf skólans og miðla eftir atvikum upplýsingum úr daglegu starfi til almennings og jafnframt fanga sögu skólans. Í þeim tilfellum þegar nemandi er lögráða einstaklingur eiga sambærileg sjónarmið við.

Myndefnið er almennt vistað í ljósmyndabanka Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Myndefnið getur t.d. birst í starfi innan tónlistarskólans, facebook síðu skólans og á vefsíðu hans.

Tónmenntaskólinn mun ekki birta myndefni af nemanda eftir að hann hættir í námi nema ef vera skyldi í sögulegu skyni. Allt myndefni er varðveitt í samræmi við lög um opinber skjalasöfn nr. 77/2014. Almenn varðveisluskylda skjala skv. lögunum er 30 ár áður en þeim er skilað á Þjóðskjalasafn.

Þær upplýsingar sem þú veitir okkur verða varðveittar með öruggum hætti og ekki notaðar í neinum öðrum tilgangi en til að staðfesta að þú hafir veitt samþykki þitt. Persónulegar upplýsingar eru ekki sendar eða myndum miðlað annað, sem dæmi til annarrar stofnunar/fyrirtækis eða annarra landa, án leyfis forráðamanna og eru varðveittar sem trúnaðarmál.

Um allar myndatökur, myndbandsupptökur og myndbirtingar gildir að gæta ber varúðar, nærgætni og siðgæðis. Nemendur munu aldrei vera sýndir á ögrandi, niðrandi eða óviðeigandi hátt, t.d. þannig að þau séu vansæl eða í vandræðalegum aðstæðum.

Myndatökur og meðferð myndefnis úr skólastarfinu af hálfu foreldra og forsjáraðila er á þeirra eigin ábyrgð og tekur samþykki þetta ekki til þess.

Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt. Afturköllun samþykkis hefur ekki áhrif á lögmæti þeirrar myndatöku og myndbirtingar sem fram hefur farið fram að þeim tíma.

Forsjáraðili/-ar tekur/taka afstöðu til þess hvort heimilt sé að taka ljósmyndir og myndbönd af barni sínu og vinna með þeim hætti sem hér greinir.

Add Your Heading Text Here