Vortónleikar Tónmenntaskólans verða haldnir laugardaginn 15. maí kl.13, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga.
Þar munum um 19 nemendur skólans koma fram auk strengjasveitar skólans, um 30 nemendur í heildina.
Þrátt fyrir rýmri samkomutakmarkanir þá er því miður ekki pláss fyrir nemendur, kennara og áheyrendur að sitja saman með því millibili sem stjórnvöld krefjast og því verðum við að hafa sama háttinn á og á jólatónleikum skólans og streyma þeim á facebook síðu skólans.
Aðeins þeir sem spila á tónleikunum mega sitja inni auk sinna kennara.
Forskólabörn fá að sitja inni með einu foreldri/forráðamanni.
Við vonum að foreldrar og forráðamenn sýni þessu skilning og hlökkum til að streyma tónlist í vorinu til ykkar allra.