Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi.
Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari þeirra er Ásthildur Ákadóttir.
Endilega kíkið við í Salinn og styðjið okkar fólk!