Námskrá

Formáli
 

Aðalnámskrá tónlistarskóla er gefin út á vegum menntamálaráðuneytisins og kom hún síðast út í maí árið 2000 (almennur hluti).  Í því riti er tilgreint hvernig uppbygging skólanámskráa í tónlistarskólum skuli vera háttað (bls. 21 – 22).

Fyrsta útgáfa Skólanámskrár Tónmenntaskóla Reykjavíkur kom út í febrúar 1996. Hún hefur verið endurbætt reglulega, en sú útgáfa sem hér er birt var síðast uppfærð haustið 2019.

Skólanámskráin er ætluð öllum sem vilja fræðast um hvernig skipulagi, námi og kennslu er háttað í skólanum.  Einnig er þar stuttlega fjallað um sögu skólans sem er elsti starfandi tónlistarskóli Reykjavíkur og sá eini sem ber nafn borgarinnar.

Reykjavík 19. september 2019

Anna Rún Atladóttir
Skólastjóri