Midstodin

Miðstöðin

Miðstöðin er sameiginleg rytmadeild Tónmenntaskóla Reykjavíkur og  Nýja tónlistarskólans.  Þau hljóðfæri sem kennt er á í rytmadeildinni eru píanó, rafgítar og rafbassi.

Deildinni er ætlað að koma til móts við áhugasvið þeirra nemenda sem vilja stunda tónlistarnám af kappi en hafa meiri áhuga á námi í popptónlist en hefðbundnu klassísku tónlistarnámi. Yfirkennari deildarinnar er Ólafur Elíasson píanóleikari.
Kennt er eftir rytmískri aðalnámskrá tónlistarskólanna og er mikil áhersla lögð á samspil í deildinni. Allir nemendur Miðstöðvarinnar fá bæði einkatíma og samspilstíma, en nemendur eru einnig hvattir til að mæta sem gestir í einkatíma félaga sinna í þeim samspilsverkefnum sem þeir eru í. 
 

Miðstöðin er ætluð nemendum 10 ára og eldri. Umsækjendur sem hafa tónlistarnám að baki, á hvaða hljóðfæri sem er, ganga fyrir.

Kennarar
Ólafur Elíasson
Hljóðdæmi

Miðstöðin er

Kennslustundir á viku
Lengd kennslustunda
Fjöldi nemenda í hóp

Add Your Heading Text Here