Hljómborð eru til í ýmsum stærðum og gerðum og bera margs konar nöfn, t.d. svuntuþeysir (e. synthesizer), hljóðgervill og rafmagnshljómborð. Þau eru notuð í alls konar tónlist þó mest í dægurtónlist.
Nám á hljómborð fer fram í hóptímum þar sem 4 nemendur eru saman í 2 x 30 mínútur á viku. Æskilegt er að nemandi hafi náð átta ára aldri, en nemendum er skipt í hópa eftir aldri og getu. Í tímum læra nemendur hljóma og hefðbundnar nótur, vinna með spuna og taka auðvitað þátt í samspili. Námið hentar vel þeim sem vilja góðan grunn á hljómborð og gefur möguleika á framhaldi í klassísku píanónámi jafnt sem áframhaldandi rytmísku námi.