Sérstakur píanóforskóli er starfræktur fyrir 5 til 7 ára börn með það að markmiði að gefa börnum á þessum aldri, sem eru enn ekki læs á nótur, tækifæri til að kynnast píanóinu, læra einföldustu lög eftir eyranu og grundvallartækni á hljóðfærið, sem og grundvallaratriði í tónfræði í gegnum leik og söng.
Kennt er tvisvar í viku; einkatími í 30 mínútur og 30-45 mínútna hóptími (fer eftir nemendafjölda).
Þeir nemendur sem eru að hefja þriðja árið í píanóforskóla (sjö ára) geta þar að auki stundað hóptíma í forskóla II (2 x 50 mín. á viku) án aukakostnaðar. Þar sem nemendur í píanóforskóla eru mjög ungir að árum má segja að nám þeirra standi eða falli með stuðningi og þátttöku foreldra. Því eru gerðar kröfur um að annað foreldrið mæti í einkatímana með barninu og að unnið sé með því heima.
Vinsamlega athugið að ef nemandi ætlar að læra á píanó þarf að vera til hljóðfæri á heimilinu.