Rafmagnsgítar

Miðað við flest önnur hljóðfæri á rafgítarinn sér stutta sögu. Fyrstu heimildir um rafgítar eru frá 1932 og fyrsta upptaka frá 1938. Það var einkum þörfin fyrir hljómsterkari gítar í stórsveitum sem varð til þess að rafgítarinn var fundinn upp. Ólíkt klassískum gítar, sem er með nælonstrengjum, eru stálstrengir í rafgítarnum. Hljóð frá strengjunum er numið af „pick up“ gítarsins sem breytir því í rafbylgjur sem síðan eru sendar með snúru í gítarmagnara þar sem hægt er að hafa áhrif á tóninn og magna upp hljóðið nánast endalaust.

Rafgítarinn er notaður í alls konar tónlist þó mest í jazz og dægurtónlist. 

Nám á rafmagnsgítar fer fram í hóptímum þar sem 4 nemendur eru saman í 2 x 30 mínútur á viku. Æskilegt er að nemandi hafi náð 10 ára aldri, en nemendum er skipt í hópa eftir aldri og getu. Í tímum læra nemendur hljóma og hefðbundnar nótur, vinna með spuna og taka auðvitað þátt í samspili. 

Kennarar
Kristinn Smári Kristinsson
Hljóðdæmi

Miðað

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
30
Fjöldi nemenda í hóp
4

Add Your Heading Text Here