Strengjasveitir

Yngri strengjasveit Tónmenntaskólans æfir einu sinni í viku í 1 klst. á sal skólans (stofu 1). Sveitin er ætluð nemendunum sem enn hafa ekki lokið grunnprófi. Stjórnandi hennar er Guðbjartur Hákonarson. 

Eldri nemendur taka þátt í kammersamspili yfir veturinn og þeir lengst komnu taka þátt í Strengjasveit Tónskóla Sigursveins, en Tónmenntaskólinn og TSDK hafa í mörg ár átt í hljómsveitarsamstarfi.

Þátttaka í hljómsveitum skólans er skylda fyrir alla strengjanemendur og telst mikilvægur þáttur í náminu.

Kennslustundir á viku
2
Lengd kennslustunda
90-120
Fjöldi nemenda í hóp
Breytilegt

Add Your Heading Text Here