Aðalfundi frestað

Aðalfundi foreldrafélagsins sem vera átti á morgun, miðvikudag 7. október hefur verið frestað í ljósi aðstæðna. Nýr tími verður auglýstur síðar.

Foreldrafélagið okkar er ungt og er að móta sig inn í starfsemi skólans, allir þeir sem hafa áhuga á að vera með í þessari skemmtilegu vinnu eða hafa góðar hugmyndir fyrir félagið eru hvattir til að senda því póst á foreldrafelag@tonmenntaskoli.is.