Tónmenntaskólinn mun verða opinn á morgun
– enginn starfsdagur hér – og öll hljóðfærakennsla fer fram samkvæmt stundaskrá.
Tónfræðin verður kennd yfir netið eins og ráðgert var á nýjum tímum samkvæmt tölvupóstum sem nú þegar hafa verið sendir.
Vinsamlega athugið að grímuskylda er fyrir alla, nema börn fædd 2011 eða síðar. Nemendum ber að koma sjálfir með sínar grímur.