Dagana 6. – 10. nóvember verða svokallaðir skiptidagar. Þá skiptast kennarar á nemendum í eina til tvær klst. Það eru því ekki allir sem fá „óvænt“ nýjan kennara þá daga, en einhverjir.
Þetta er gert til að lífga upp á hversdaginn auk þess sem kennarar hafa mikið gagn af því að sjá hvernig aðrir kennarar gera hlutina.
Nemendur hafa ekki síður gagn af, því oft hlustar maður öðruvísi á nýjan kennara.