Minnum á að vetrarleyfi er í Tónmenntaskólanum 14. – 20. febrúar að báðum dögum meðtöldum.
Á það skal minnst að þegar haust- og vetrarleyfi eru ákveðin er farið eftir útsendu dagatali frá Skóla- og frístundasviði borgarinnar. Borgin mælist til þess að skólar fari eftir þessum vissu dögum þó það sé ekki skylda. Því er allur gangur á því hvað hver skóli ákveður fyrir sig.
Í Tónmenntaskólanum eru nemendur úr um 18 grunnskólum borgarinnar og því höfum við alltaf farið eftir þessum tilmælum og notast við sömu daga og gefnir eru upp í dagatali Skóla- og frístundasviðs.
Við vonum að þið njótið vetrarleyfis og komið endurnærð, hress og kát til baka.