Vakin er athygli á Upptaktinum, www.harpa.is/upptakturinn, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, en með honum er ungu fólki í 5. – 10. bekk grunnskóla, gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna.
Upptakturinn er samstarfsverkefni Hörpu, Barnamenningarhátíðar, RÚV og Listaháskóla Íslands en afraksturinn má sjá og heyra á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu þann 24. apríl 2024
Nemendur Tónmenntaskólans eru oft að semja lög t.d. fyrir valþátt á áfangaprófum og í tónfræðitímum en þau mætti vel nota í þetta verkefni.
Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar 2024.