Upptakturinn 2024

Vakin er athygli á Upptaktinum, www.harpa.is/upptakturinn, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna, en með honum er ungu fólki í 5. – 10. bekk grunnskóla, gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð eða drög að henni og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með fulltingi listnemenda og listamanna.

Upptakturinn er samstarfsverkefni Hörpu, Barnamenningarhátíðar, RÚV og Listaháskóla Íslands en afraksturinn má sjá og heyra á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu þann 24. apríl 2024

Nemendur Tónmenntaskólans eru oft að semja lög t.d. fyrir valþátt á áfangaprófum og í tónfræðitímum en þau mætti vel nota í þetta verkefni.

Skilafrestur hugmynda er til og með 21. febrúar 2024.

Fleiri fréttir

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 14. – 21. apríl að báðum dögum meðtöldum. Vinsamlega athugið að skrifstofa skólans opnar ekki fyrr en föstudaginn 25. apríl þó kennsla hefjist þriðjudaginn 22. apríl.

Lesa meira

Vorhátíð – opið hús

Tónmenntaskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl nk. milli kl.13 og 15. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega

Lesa meira

Leikskólaheimsóknir

Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur

Lesa meira

Vetrarfrí 20. – 25. feb

Minnum á að vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum frá fim. 20. febrúar til þrið. 25. febrúar (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Add Your Heading Text Here