Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík fyrir skólaárið 2016 – 2017.
Skólinn getur tekið við nemendum í eftirfarandi deildir:
- 1 nemanda á klarinett eða saxófón.
- 1 nemenda á þverflautu.
- 3 nemendur á gítar.
- 3 nemendur á fiðlu.
- 6 nemendur á píanó.
Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík (með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val).
Umsóknarfrestur er til 12. september.
Vinsamlega tilgreinið hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.
Hægt er að hafa samband við skrifstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.
Skólastjóri.