Hér í Tónmenntaskólanum verður fjöldi smárra tónleika laugardagana 13. og 20. mars. Samkvæmt þeim samkomutakmörkunum sem í gildi eru þá þarf skólinn að skrá alla gesti sem koma á tónleika. Eins þarf að passa að 1 metri sé á milli ótengdra, fullorðnir sitji með grímur og allir snúi í sömu átt. Þar sem salurinn okkar er ekki stór mun hvert barn geta boðið þremur fullorðnum á tónleikana sína. Systkini fædd 2005 eða síðar eru því ekki talin með í þessari tölu. Við biðjum ykkur vinsamlega um að láta viðkomandi kennara vita fyrirfram hverjir mæta með hverju barni því alla þarf að skrá. Sæti ykkar munu vera merkt sama númeri og barn ykkar á tónleikadagskránni. Við biðjum einnig um að þið mætið stundvíslega rétt fyrir tónleika en ekki löngu fyrr svo örtröð myndist ekki á ganginum milli tónleika, heldur verði hægt að ganga beint inn í salinn.

Máfurinn – ókeypis námskeið
Máfurinn tónlistarsmiðja er vikulangt námskeið fyrir börn 8-12 ára sem hafa áhuga á tónlist og tónsköpun. Þemað í smiðjunni í ár er sögur og tenging þeirra við tónlist. Við vinnum skapandi tónsmíðar, förum í spunaleiki og spilum bæði saman og