Uppfærðar sóttvarnarreglur

Frá og með miðnætti 24. febrúar voru sóttvarnarreglur uppfærðar. Fyrir okkur í Tónmenntaskólanum eru helstu breytingar þessar:
1. Engin grímuskylda er í skólanum svo lengi sem mögulegt er að halda 1 metra á milli fólks.
2. Við fögnum því að nú verður foreldrum og fylgifiskum leyft að koma inn í skólann.
3. Tónleikar munu verða 13. og 20. mars á sal skólans svo endilega takið þá daga frá 🙂. Hver kennari fyrir sig mun vera með sína tónleika. Hugsanlega mun þurfa að skrá hverjir koma og hlusta en við munum biðja um þær upplýsingar  þegar nær dregur.
Auðvitað þarf enn að fara að öllu með gát, nota grímur þar sem nálægð krefst þess, þvo vel hendur og spritta um leið og komið er inn í skólahúsið. 

Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum 🙂.

Fleiri fréttir

Vorhátíð – opið hús

Tónmenntaskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl nk. milli kl.13 og 15. Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega

Lesa meira

Leikskólaheimsóknir

Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur

Lesa meira

Vetrarfrí 20. – 25. feb

Minnum á að vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum frá fim. 20. febrúar til þrið. 25. febrúar (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Add Your Heading Text Here