Frá og með miðnætti 24. febrúar voru sóttvarnarreglur uppfærðar. Fyrir okkur í Tónmenntaskólanum eru helstu breytingar þessar:
1. Engin grímuskylda er í skólanum svo lengi sem mögulegt er að halda 1 metra á milli fólks.
2. Við fögnum því að nú verður foreldrum og fylgifiskum leyft að koma inn í skólann.
3. Tónleikar munu verða 13. og 20. mars á sal skólans svo endilega takið þá daga frá . Hver kennari fyrir sig mun vera með sína tónleika. Hugsanlega mun þurfa að skrá hverjir koma og hlusta en við munum biðja um þær upplýsingar þegar nær dregur.
Auðvitað þarf enn að fara að öllu með gát, nota grímur þar sem nálægð krefst þess, þvo vel hendur og spritta um leið og komið er inn í skólahúsið.
Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum .