Tónskáld október mánaðar 2023 er Bandaríska tónskáldið Dr. Julie Knerr Hague

Tónskáld Mánaðarins

Dr. Julie Knerr Hague (f. 2. október) er píanókennari og rekur eigið píanóstúdíó í Windsor, Connecticut. Hún starfaði áður við píanódeild Hartt Community Division í West Hartford, Connecticut.

Áður en Julie flutti aftur til Connecticut, þaðan sem hún kemur starfaði hún sem píanókennari, kenndi kennslufræði í píanó og var með hópkennslu á píanó við píanódeildir University of Missouri, Oklahoma City University og við Ohio University.

Julie er með doktorsgráðu í tónlistarkennslu með áherslu á píanókennslu frá The University of Oklahoma, þar sem rigerð hennar um píanótækni á grunnstigi var tilnefnd til verðlauna fyrir bestu doktorsritgerðina árið 2006. Julie hefur auk þess MM (Master of Music) gráðu í píanóleik og píanókennslu frá The University of Illinois í Urbana-Champaign, en margir íslenskir tónlistarmenn hafa einmitt stundað þar nám í gegnum árin. Julie stundaði þar nám í píanó- og semballeik. Julie er með BM (Bachelor of Music) gráðu í píanóleik frá The University of Puget Sound. Af kennurum hennar má nefna Jane Magrath, Barbara Fast, Christos Tsitsaros og Reid Alexander.

Julie kemur oft fram með öðrum hljóðfæraleikurum í kammertónlist og sem meðleikari með söngvurum.

Julie hefur oftsinnis starfað sem dómari á tónlistarhátíðum og í keppnum víðsvegar um Bandaríkin. Hún starfar nú við rannsóknir á píanótækni fyrir grunnstig, píanóefnisskrá fyrir háskóla og kennslufræði fyrir hóptímakennslu.

Dr. Julie Knerr Hague ásamt Katherine Fisher stofnuðu Piano Safari píanóskólann sem hefur fengið feikna góðar viðtökur. Julie hefur m.a. samið fjölda verka sem þær stöllur nýta í kennslubókum Piano Safari skólans.

Báðar sóttu þær Julie og Katherine Ísland heim á dögunum og fræddu íslenska píanókennara í EPTA samtökunum um Piano Safari píanóskólann.

Add Your Heading Text Here