Tónskáld nóvember mánaðar 2023 er enska tónskáldið Benjamin Britten.

Tónskáld Mánaðarins

Tónskáld nóvember mánaðar 2023 er enska tónskáldið Benjamin Britten.

Edward Benjamin Britten fæddist 22. nóvember 1913 í Lowestoft, Suffolk, í Englandi. Hann var tónskáld, hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Britten var áhrifavaldur í bresku tónlistarlífi á 20. öld en hann samdi fjölda verka bæði óperur, söngverk, hljómsveitarverk og kammerverk.

Britten stundaði nám við The Royal College of Music in London en sótti einkatíma hjá tónskáldinu Frank Bridge.
Britten vakti fyrst heimsathygli með kórverkinu A Boy was Born sem hann samdi árið 1934. Ópera hans Peter Grimes fékk strax í upphafi góðar undirtektir og naut Britten heimsfrægðar eftir frumsýningu á óperunni. Það er gaman að geta þess að óperuhúsið La Scala í Milano á Ítalíu er einmitt um þessar mundir með óperuna í sýningu. Þar er íslenski óperusöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson í einu aðalhlutverkanna auk þess sem hornleikarinn snjalli, Stefán Jón Bernharðsson er 1. hornleikari óperuhljómsveitarinnar í La Scala í Peter Grimes.

Benjamin Britten átti eftir að semja 14 óperur til viðbótar á næstu 28 árum. Þekkt þemu í verkum hans eru barátta utanaðkomandi aðila gegn fjandsamlegu samfélagi, spilling og sakleysi.

Britten samdi tónverk fyrir fjölbreytta hljóðfærasamsetningu auk þess sem hann samdi kvikmyndatónlist. Hann hafði sérstakan áhuga á að semja tónlist fyrir börn sem og amatör hljóðfæraleikara.

Þekktustu verk Brittens eru óperan Peter Grimes frá árinu 1945, War Requiem frá 1962 og hljómsveitarverkið The Young Person´s Guide to the Orchestra frá árinu 1945.


Benjamin Britten lést 4. desember 1976, 63 ára gamall.

Add Your Heading Text Here