Tónskáld september mánaðar 2023 er enska stórstirnið og tónskáldið Freddie Mercury.

Tónskáld Mánaðarins

Freddie Mercury var fæddur 5. september 1946. Hann var breskur söngvari og lagasmiður sem náði heimsfrægð sem aðalsöngvari og píanóleikari rokkhljómsveitarinnar Queen. Hann var talinn einn besti söngvari rokktónlistarsögunnar og var þekktur fyrir glæsilega sviðsframkomu sína og fjögurra áttunda raddsvið. Freddie ögraði með leikrænum stíl sínum og hafði mikil áhrif á listræna stjórnun hljómsveitar sinnar.

Freddie fæddist á Zanzibar en foreldrar hans voru af parsí-indverskum ættum. Hann gekk í heimavistarskóla á Indlandi frá átta ára aldri og sneri aftur til Zanzibar eftir framhaldsskóla. Árið 1964 flúði fjölskylda hans til Middlesex á Englandi þar sem hann bjó næstu árin. Freddie Mercury hafði lært og skrifað tónlist í mörg ár og stofnaði hljómsveitina Queen árið 1970 með gítarleikaranum Brian May og trymblinum Roger Taylor.

Freddie samdi fjölda vinsælla laga t.d. Killer Queen, Bohemian Rhapsody, Somebody to love, We are the champions, Don´t stop me now og Crazy little thing called love svo aðeins nokkur laganna séu nefnd.
Heillandi sviðsframkoma hans hafði mikil áhrif á áheyrendur. Freddie átti einnig farsælan sólóferil og var að auki framleiðandi og gestaflytjandi með öðrum listamönnum.

Árið 1987 greindist Freddie með HIV. Hann hélt þó áfram að taka upp tónlist með Queen. Hann tilkynnti um sjúkdómsgreiningu sína degi áður en hann lést árið 1991, þá 45 ára að aldri. Árið 1992 voru haldnir stórtónleikar á Wembley leikvanginum honum til heiðurs og til að vekja athygli á baráttunni um alnæmissjúkdóminn.

Freddie Mercury var tekinn inn í frægðarhöll rokksins árið 2001, frægðarhöll lagahöfunda árið 2003 og frægðarhöll breska tónlistarhússins árið 2004. Hann ásamt félögum sínum í Queen hlutu Brit verðlaunin árið 1990 fyrir framúrskarandi framlag til breskrar tónlistar og ári eftir andlát hans voru Brit verðlaunin veitt Freddie Mercury fyrir framlag hans til tónlistarinnar. Hljómsveitin Queen hlaut Ivor Novello verðlaunin árið 2005 fyrir framúrskarandi lagasafn frá bresku akademíu laga- og textahöfunda og tónskálda. Árið 2002 var Freddie Mercury númer 58 í könnun BBC frétta risans yfir 100 merkilegustu Breta.

Add Your Heading Text Here