Það er ánægjulegt að samkvæmt tilslökunum og nýjustu sóttvarnarlögum munum við fá að kenna aftur hóptíma í skólanum á fimmtudaginn, 15. apríl. Sömuleiðis verður aðeins grímuskylda, þar sem ekki hægt að viðhalda 1 metra reglu, fyrir fullorðna og nemendur fædda 2004 eða fyrr.
Við skulum samt fara að öllu með gát og biðjum foreldra að koma ekki inn í skólahúsið að nauðsynjalausu.
Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og vonandi náum við að klára árið með stæl 🙂