Vorhátíð – opið hús

Tónmenntaskólinn verður með opið hús laugardaginn 5. apríl nk. milli kl.13 og 15.

Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega 170 börn á aldrinum 5-15 ára tónlistarnám. Kennt er á allskyns hljóðfæri í skólanum og verða þau til sýnis auk þess sem boðið verður m.a. upp á skapandi tónsmiðju, hljóðfærakynningar, ratleik og vöfflusölu til styrktar foreldrafélaginu!

Nemendur verða með tónlistaratriði á sal skólans á þriðju hæð og í bakhúsi á meðan á opna húsinu stendur. Auk þess heldur rytmadeild skólans „Miðstöðin“ uppi fjöri á miðhæð hússins með tónleikum kl. 13:30 og 14:10.

Skólinn vonast til að sjá sem flesta til að að fagna saman vorinu.

Fleiri fréttir

Haustfrí

Minnum á að haustfrí er í Tónmenntaskólanum frá föst. 24. okt til föst. 31. okt (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Strengjamótið á Akranesi

Þessi flotti hópur fór frá skólanum á strengjamótið á Akranesi sem haldið var um síðustu helgi. Mótið var frábærlega skipulagt og óskum við aðstandendum innilega til hamingju með það. Hlökkum til næsta móts 😁

Lesa meira

Kennsla hefst

Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst fimmtudaginn 28. ágúst. Kennsla í Almennum forskóla og tónfræði hefst mánudaginn 8. september. Skrifstofa skólans er opin mán. – fim. kl. 13 – 16.

Lesa meira

Sumarleyfi

Tónmenntaskólinn er nú kominn í sumarleyfi og skrifstofan lokuð til 18. ágúst. Þið getið hins vegar alltaf sent okkur tölvupóst því við lítum á hann við og við 😉 Fyrsti kennsludagur í haust er fimmtudagur 28. ágúst. Hafið það gott

Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi er í Tónmenntaskólanum dagana 14. – 21. apríl að báðum dögum meðtöldum. Vinsamlega athugið að skrifstofa skólans opnar ekki fyrr en föstudaginn 25. apríl þó kennsla hefjist þriðjudaginn 22. apríl.

Lesa meira

Leikskólaheimsóknir

Þriðjudaginn 11. mars og miðvikudaginn 12. mars stendur mikið til því þá koma hátt í 230 leikskólabörn frá 11 leikskólum í heimsókn hingað á Lindargötuna. Nemendur Tónmenntaskólans verða með hljóðfærakynningar fyrir börnin og svo syngjum við og spilum saman fjögur

Lesa meira

Vetrarfrí 20. – 25. feb

Minnum á að vetrarfrí er í Tónmenntaskólanum frá fim. 20. febrúar til þrið. 25. febrúar (báðir dagar meðtaldir) og því engin kennsla þá daga og skrifstofan lokuð.

Lesa meira

Add Your Heading Text Here