Vorhátíð Tónmenntaskóla Reykjavíkur verður haldin laugardaginn 2. apríl nk. milli kl.13 og 15.
Gestir og gangandi eru boðnir velkomnir inn í hið sögufræga hús Tónmenntaskólans „Franska spítalann“ við Lindargötu 51, til að kynna sér starfsemi skólans, en þar stunda rúmlega 170 börn á aldrinum 5-15 ára tónlistarnám. Kennt er á allskyns hljóðfæri í skólanum og verða þau til sýnis auk þess sem boðið verður m.a. upp á skapandi tónsmiðju, hljóðfærakynningar og ratleik. Foreldrafélagið býður upp á vöfflur og kaffi.
Nemendur verða með tónlistaratriði á sal skólans á þriðju hæð og í bakhúsi á meðan á opna húsinu stendur. Auk þess heldur rytmadeild skólans „Miðstöðin“ uppi fjöri á miðhæð hússins með tónleikum kl.13:30 og 14:10
Skólinn vonast til að sjá sem flesta til að fagna saman bjartari tímum og vori.
Mánudagur 2. des – FRÍ
Vinsamlega athugið að skólinn er lokaður mánudaginn 2. desember og engin kennsla.