Umsóknir

006

Búið að opna fyrir umsóknir vegna skólaársins 2016 – 2017 hjá Rafrænni Reykjavík fyrir alla tónlistarskólana. Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur því við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík (með skólann þá í 1. vali) fyrir skólaárið 2016 – 2017 nú þegar.

Skólinn getur tekið við nemendum á Rafrænni Reykjavík í eftirfarandi deildir:

  • Nokkra nemendur fædda 2010 (6 ára) í Forskóla I.
  • Örfáa nemendur fædda 2009 (7 ára) í Forskóla II á biðlista.
  • Nemendur á aldrinum 8 – 10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms. Þar er hægt að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:
  • Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó og harmóniku.
  • Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar.
  • Einnig örfá 4 -5 (6) ára börn í Fiðluforskóla.
  • Nokkra nemendur á þverflautu.

Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val. Umsóknarfrestur er út maímánuð.

Ef barnið er 8 ára eða eldra tilgreinið þá hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.

Hægt er að hafa samband við skirfstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.

 

Skólastjóri.

 

Fleiri fréttir

Jólatónleikar og síðustu kennsludagar

Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði

Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18

Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur

Lesa meira

Skólastarf hefst miðvikudaginn 28. ágúst 2024

Skrifstofa Tónmenntaskólans hefur opnað á ný eftir sumarleyfi og er hún opin alla virka daga milli kl. 13-16. Hljóðfærakennsla og kennsla í hljóðfæraforskólum hefst frá og með miðvikudeginum 28. ágúst.  Kennsla í almennum forskóla (Forskóli I og Forskóli II )

Lesa meira

Sumarlokun.

Skólinn er nú kominn í sumarfrí. Skrifstofan opnar aftur 19. ágúst – ef erindið þolir ekki bið má senda okkur tölvupóst á tms@tonmenntaskoli.is. Fyrstu kennsludagar næsta skólaárs eru eftirfarandi: Hljóðfærakennsla og hljóðfæraforskólar hefjast 28. ágúst. Forskóli I og II hefjast

Lesa meira

Síðustu kennsludagar / Vortónleikar og Útskrift

Síðasti prófdagur tónfræðikennslunnar: Fimmtudagur 8. maí Síðasti dagur forskóla I og forskóla II: Miðvikudagur 22. maí Síðasti dagur hljóðfærakennslunnar: Fimmtudagur 23. Maí VORTÓNLEIKAR og ÚTSKRIFT : Fimmtudaginn 23. maí í Iðnó kl.18. Öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Lesa meira

Nótan 2024

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, er haldin á morgun, laugardaginn 13. apríl í Salnum, Kópavogi. Þar á Tónmenntaskóli Reykjavíkur tvo glæsilega fulltrúa, þau Ólaf Þórarinsson, fagottleikara sem spilar á tónleikunum kl.11 og Matyldu Önnu Chodkiewicz, klarinettuleikara sem spilar á tónleikunum kl.13. Meðleikari

Lesa meira

Innritun hafin!

Innritun vegna næsta skólaárs 2024-2025 er nú hafin. Sótt er um hér á heimasíðunni Núverandi nemendur þurfa ekki að sækja um aftur heldur aðeins greiða staðfestingargjald í heimabanka.

Lesa meira

Add Your Heading Text Here