Búið að opna fyrir umsóknir vegna skólaársins 2016 – 2017 hjá Rafrænni Reykjavík fyrir alla tónlistarskólana. Tónmenntaskóli Reykjavíkur tekur því við umsóknum gegnum Rafræna Reykjavík (með skólann þá í 1. vali) fyrir skólaárið 2016 – 2017 nú þegar.
Skólinn getur tekið við nemendum á Rafrænni Reykjavík í eftirfarandi deildir:
- Nokkra nemendur fædda 2010 (6 ára) í Forskóla I.
- Örfáa nemendur fædda 2009 (7 ára) í Forskóla II á biðlista.
- Nemendur á aldrinum 8 – 10 ára sem eru teknir beint í hljóðfæranám án undangengins forskólanáms. Þar er hægt að komast að á eftirfarandi hljóðfæri:
- Hljómborðshljóðfæri, þ.e. píanó og harmóniku.
- Strengjahljóðfæri, þ.e. fiðlu, víólu, selló og gítar.
- Einnig örfá 4 -5 (6) ára börn í Fiðluforskóla.
- Nokkra nemendur á þverflautu.
Tekið er á móti umsóknum á Rafrænni Reykjavík með Tónmenntaskóla Reykjavíkur í 1. val. Umsóknarfrestur er út maímánuð.
Ef barnið er 8 ára eða eldra tilgreinið þá hljóðfærið sem óskað er eftir að læra á.
Hægt er að hafa samband við skirfstofu skólans milli kl. 13:00 – 16:00 í síma 562-8477.
Skólastjóri.