Victor Tónskáld

Victor Urbancic

Tónskáld Mánaðarins

Dr. Victor Urbancic var fæddur í Austurríki 09. ágúst 1903. Hann var tónskáld, hljómsveitarstjóri og kennari. Hann fluttist til Íslands árið 1938 ástam Melittu konunni sinni. Victor og Melitta bjuggu á Íslandi allt til æviloka en Victor hafði mjög mikil áhrif á þróun tónlistarlífs á Íslandi.

Áður en þau hjónin fluttu til Íslands starfaði Victor við óperu stúdíó í Tónlistarháskólanum í Graz í Austurríki. Hann hélt líka fyrirlestra í tónlistarfræðum við Háskólann í Graz.

Victor Urbancic var mikill áhrifamaður í tónlistarlífinu á Íslandi. Hann starfaði sem tónlistarstjóri Þjóðleikhússins auk þess stjórnaði hann fyrstu óperusýningunni á Íslandi árið 1951, en það var óperan Rigoletto eftir ítalska tónskáldið Giuseppe Verdi. Victor Urbancic kenndi um árabil við Tónlistarskólann í Reykjavík og starfaði að auki sem organisti og kórstjóri við Landakotskirkju í Reykjavík. Á meðal verka sem Victor samdi eru mörg verk fyrir píanó, bæði einleiksverk sem og fjórhent verk, hljómsveitarverk, verk fyrir blásara, verk fyrir selló og píanó, líka fiðlu og píanó svo nokkur dæmi séu nefnd. Victor lést í Reykjavík á Föstudaginn langa árið 1958. Margir afkomenda Victors og Melittu eru búsettir á Íslandi og í Austurríki.

Add Your Heading Text Here