Tónskáld september mánaðar 2022 er ameríska tónskáldið John Cage.

Tónskáld Mánaðarins

John Milton Cage Jr. fæddist 5. september 1912. Hann var bandarískt tónskáld og tónlistarfræðingur. Cage var frumkvöðull í tónlist, raftónlist og óhefðbundinni notkun hljóðfæra og var einn af frumkvöðlum framúrstefnunnar eftir seinna stríð.

Gagnrýnendur hafa lofað hann sem eitt áhrifamesta tónskáld 20. aldar. Hann átti einnig stóran þátt í þróun nútímadans, aðallega í gegnum tengsl sín við danshöfundinn Merce Cunningham, sem einnig var ástmaður Cage lengst af ævi þeirra.

Cage er kannski þekktastur fyrir tónverk sitt 4′33″ frá 1952, sem er flutt án raunverulegrar spilamennsku á hljóðfæri; tónlistarmenn sem kynna verkið gera ekkert fyrir utan að vera viðstaddir þann tíma sem titillinn tilgreinir. Innihald tónverksins er ekki „fjórar mínútur og 33 sekúndur af þögn,“ eins og oft er gert ráð fyrir, heldur frekar hljóð umhverfisins sem áhorfendur heyra við flutning. Áskorun verksins um viðteknar skilgreiningar tónlistar og tónlistarupplifunar gerði það vinsælt og á sama tíma varð það umdeilt, bæði tónlistarfræðilega sem og fagurfræðilega – er það kannski tónlistargjörningur?


Cage var líka frumkvöðull í að semja píanóverk þar sem hlutir eru settir inn í hljóðfærið, á milli strengja píanósins eða ofan á strengina eða hamrana. Cage samdi líka fjölmörg danstengd verk með þessari aðferð sem og nokkur tónleikaverk. Þekktast þeirra er Sonatas and Interludes (1946–48).

Meðal kennara hans voru Henry Cowell (1933) og Arnold Schoenberg (1933–35), báðir þekktir fyrir róttækar nýjungar í tónlist, en helstu áhrifavaldar Cage lágu í ýmsum austur- og suður-asískum menningarheimum.

John Cage lést 12. ágúst 1992.

Add Your Heading Text Here