Tónskáld nóvember mánaðar er Björk Guðmundsdóttir.

Tónskáld Mánaðarins

Tónskáld nóvember mánaðar er Björk Guðmundsdóttir.

Björk Guðmundsdóttir er fædd 21. nóvember 1965 í Reykjavík. Hún er íslenskur popptónlistarmaður, sem hefur náð alþjóðlegri hylli.
Hún lærði á píanó í Barnamúsíkskólanum sem síðar varð Tónmenntaskóli Reykjavíkur.

Árið 1977 kom út platan Björk, þar sem hún söng meðal annars þekkt íslensk barnalög.
Björk varð áberandi innan bæði pönktónlistar og djasstónlistar. Hún var snemma á tónlistarferlinum meðlimur í nokkrum pönk- og djass-fusion hljómsveitum en árið 1983 stofnaði hún hljómsveitina KUKL ásamt fimm öðrum sem síðar þróaðist yfir í hljómsveitina Sykurmolana. Björk hlaut fyrst heimsfrægð með Sykurmolunum en þegar þeir hættu árið 1992 hóf Björk sólóferil. Hún hefur gefið út 10 plötur, þar af þrjá safndiska og einn með tónlistinni við kvikmyndina Dancer in the dark (ísl.Myrkradansarann) eftir danska kvikmyndaleikstjórann Lars von Trier. Björk lék aðalhlutverkið í myndinni ásamt því að semja tónlistina og var hún tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir lagið I´ve seen it all úr sömu mynd.

Björk hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir tónlist sína, meðal annars Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1997.

Þetta misserið stendur Björk Guðmundsdóttir fyrir tónleikaröð í Hörpu, þar sem má heyra lög hennar frá síðustu árum, en fjöldi tónlistarmanna tekur þátt í flutningnum með henni.

Add Your Heading Text Here