Domenico Gaetano Maria Donizetti var ítalskt tónskáld. Hann fæddist 29. nóvember 1797 og lést 8. apríl 1848.
Donizetti er þekktastur fyrir óperur sínar en hann samdi tæplega 70 óperur á ferlinum. Hann var talinn hafa mikil áhrif á önnur tónskáld eins og Bellini og Rossini en einnig er hann talinn hafa haft mikil áhrif á tónskáldið Giuseppe Verdi sem samdi þekktustu óperur sem fluttar eru í hinum vestræna heimi enn í dag.
Donizetti fæddist í Bergamo í Lombardi héraðinu á Norður Ítalíu. Fyrir tilstilli góðs fólks var honum komið til Bologna í tónlistarakademíuna þegar hann var aðeins 19 ára gamall.
Árið 1822 fékk Donizetti boð um að flytjast til Napolí og semja fyrir Teatro di San Carlo, glæsilega óperuhúsið í Napolí. Þar voru yfir 50 af óperum hans frumluttar. Þær sem fengu mesta athygli og náðu best eyrum gesta voru gamanóperur hans en þær dramatískari áttu erfiðar uppdráttar.
Helstu og þekktustu óperur hans sem enn þann dag í dag eru fluttar reglulega í flest öllum óperuhúsum heims eru: Ástardrykkurinn frá 1832 (ít.: L´elisir d´amor), Don Pasquale frá 1843 og Lucia di Lammermoor frá 1835.
Donizetti missti áhuga á að semja fleiri verik á Ítalíu vegna ritskoðunar sem takmörkuðu hann við textagerð óperanna. Hann tók þá ákvörðun að flytjast til Frakklands, til Parísar og þiggja boð Parísaróperunnar um að semja fyrir húsið tvær óperur með möguleika á frekara samstarfi. Frelsi í textagerð var mun meira í Frakklandi en á Ítalíu auk þess sem Donizetti fékk betur greitt og naut vinsælda í Frakklandi.
Síðustu ár ævinnar ferðaðist Donizetti mikið á milli Parísar, Napolí, Vínarborgar og Rómar og starfaði við óperuhús borganna. Vinir Donizetti aðstoðuðu hann við að flytjast til Bergamo á Ítalíu árið 1847 þegar hann var orðinn heilsuveill. Hann lést í apríl árið 1848 úr taugasjúkdómi.