Tónskáld mars mánaðar 2023 er ítalska tónskáldið Antonio Vivaldi

Tónskáld Mánaðarins





Antonio Vivaldi fæddist 4. mars 1678 í Feneyjum á Norður Ítalíu og var eitt frægasta tónskáld barokktímabilsins.

Hann lærði á fiðlu hjá föður sínum, sem var fiðluleikari í Markúsarkirkjunni í Feneyjum. Vivaldi lærði líka til prests og tók vígslu en gat ekki sungið við messur vegna veikinda og þar með hófust tengsl hans við munaðarleysingjahæli stúlkna. Þar var hann tónlistarkennari en munaðarleysingjahælið naut mikillar virðingar fyrir metnaðarfulla söng- og hljóðfærakennslu.

Sem tónlistarkennari munaðarleysingjahælisins reis Vivaldi upp sem áhrifamesti og afkastamesti tónlistarmaður síns tíma. Þar kom hann á fót stúlknahljómsveit og stúlknakór og lét þær syngja lög, sviðsetja óperur og dansa listdans. Hlutverk hans var að semja tónlist fyrir stúlkurnar. Það leysti hann vel af hendi. Konsertar hans skipta hundruðum og hann samdi einnig fjölda verka fyrir strengjahljóðfæri. Árstíðirnar sem Vivaldi samdi árið 1723 eru eitt þekktasta verk hans fyrir einleiksfiðlu og strengjasveit. Nýlega kom til Íslands heimsfrægi þýski fiðluleikarinn Anne-Sophie Mutter og flutti Árstíðirnar með miklum bravúr ásamt strengjasveit sinni fyrir troðfullu húsi í Eldborgarsal Hörpu.

Á krepputímanum í Feneyjum var mikill skortur á fjárframlögum, svo að Vivaldi átti við mikinn fjárskort að stríða. Undi hann ekki við sitt hlutskipti og vildi ferðast um heiminn til að að koma sér á framfæri. Það gerði hann og varð þekktur sem rauði klerkurinn, bæði vegna rauða hársins, sem hann skartaði, svo og menntunar hans sem prestur. Að lokum ákvað hann að selja allar eigur sínar og freista gæfunnar. Hann fluttist frá Feneyjum til München í Þýskalandi og síðar Vínarborgar í Austurríki. Þar stóð til að hann fengi starf við hirð konungs en ekkert varð af því og hann endaði atvinnulaus.

Vivaldi samdi yfir 500 konserta og um 46 óperur en aðeins hluti þeirra hefur varðveist. Hann samdi 90 sónötur og fjölda kammer verka.
Vivaldi lést 63 ára þann 27. eða 28. júlí 1741.

 

Add Your Heading Text Here