Tónskáld mars mánaðar 2022 er Eyþór Þorláksson.

Tónskáld Mánaðarins

Eyþór Þorláksson fæddist í Hafnarfirði, 22. mars 1930. Hann var íslenskur gítarleikari, tónskáld og gítarkennari. Eyþór byrjaði ungur að spila á hljóðfæri og frá 1946 til 1992 lék hann í ýmsum íslenskum og erlendum danshljómsveitum. Hann lék með mörgum vinsælustu tónlistarmönnum þess tíma.

Eyþór stundaði gítarnám erlendis á árunum 1950 til 1952, m.a. í Englandi, Danmörku og Svíþjóð og hélt til Madrid á Spáni árið 1953 og lærði hjá Daniel Fortea og Quintin Esquembre. Ári síðar sneri hann aftur heim til Íslands og lærði hljómfræði og kontrapunkt hjá Dr. Viktor Urbancic. Eyþór hafði áhuga á að læra meira og hélt aftur til Spánar frá 1958 til 1961 í framhaldsnám í gítarleik þar sem hann lærði hjá Garciano Tarragó í Barcelona. Eftir Barcelona árin sneri Eyþór aftur heim, réði sig til starfa sem gítarkennari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar auk þess sem hann útsetti og samdi mikið kennsluefni fyrir gítar. Eftir að Eyþór komst á eftirlaun hélt hann áfram að útsetja tónlist og semja fyrir gítar. Eftir hann liggja margar kennslubækur, einleiksverk fyrir gítar, dúó, tríó og gítarkvartettar auk fjölda útsetninga tónverka alls staðar að úr heiminum.

Eyþór lést 14. desember 2018.

Add Your Heading Text Here