Tónskáld maí mánaðar 2022 er ítalska tónskáldið Claudio Monteverdi.

Tónskáld Mánaðarins

Ítalska tónskáldið Claudio Monteverdi er tónskáld maí mánaðar 2022. Hann var fæddur og skírður 15. maí 1567 og lést 29. nóvember 1643. Hann var tónskáld, kórstjóri, lék á fiðlu og var prestur. Monteverdi samdi bæði veraldlega og andlega tónlist og einn frumkvöðla í þróun óperunnar. Hann var talinn eitt megintónskálda sem leiddi saman renesans og barokk tímabil tónlistarsögunnar.

Claudio Monteverdi fæddist í borginni Cremona á Ítalíu en þar fór hann í tónlistarnám og lærði tónsmíðar. Hann þróaði tónlistarferil sinn við hirðina í Mantova (um 1590-1603) og síðar sem tónlistarstjóri við basilísku kapelluna San Marco í Feneyjum. Eftir hann liggja bréf sem gefa innsýn í líf atvinnutónlistarmanna á Ítalíu frá þessum tíma t.d. varðandi tekjuvanda og stjórnmál.

Mörg verka Monteverdi þar á meðal sviðsverk hafa glatast. Af þekktum verkum hans eru níu madrígalabækur, umfangsmikil trúarleg verk Vespro della Beata Vergine frá 1610 og þrjár heilar óperur.
L´Orfeo (frá 1607) er elsta ópera hans sem enn er flutt víða um heim. Undir lok ævi sinnar skrifaði hann verk fyrir Feneyjar Il ritorno d´Ulisse in patria og L´incoronazione di Poppea.

Monteverdi samdi mikið í anda fyrri endurreisnartímans eins og sést í madrigölum hans en þróaði með sér bæði form og laglínu og byrjaði að beita basso continuo tækninni. Verk hans féllu í gleymsku á átjándu og stóran hluta nítjándu aldar en voru enduruppgötvuð við upphaf tuttugustu aldar. Monteverdi hefur fest sig í sessi sem áhrifavaldur í evrópskri tónlistarsögu og sem tónskáld hvers verk eru flutt reglulega og hljóðrituð.

Add Your Heading Text Here