Tónskáld júlí mánaðar er Gustav Mahler.

Tónskáld Mánaðarins

Tónskáld júlí mánaðar er Gustav Mahler.


Gustav Mahler (f. 7. júlí 1860;  d. 18. maí 1911) var austurrískt tónskáld og einn helsti hljómsveitarstjóri sinnar kynslóðar. Á meðan hann lifði var hæfni hans sem hljómsveitarstjóri talin óumdeilanleg. Sem tónskáld brúaði hann bil milli austurrísk-þýskrar hefðar 19. aldar og módernismans snemma á 20. öld.

Mahler samdi m.a. níu sinfóníur og safn ljóðatónlistar. Hann var sex ára þegar hann hóf nám í píanóleik og 15 ára gamall komst hann inn í Konservatoríið í Vín, þar sem hann lærði aðallega á píanó en stundaði einnig nám í tónsmíðum. Fyrir tvítugt fékk hann inngöngu í Vínarháskólann þar sem hann lærði m.a. tónsmíðar hjá Anton Bruckner. Ásamt tónlistarnámi stundaði hann einnig nám í heimspeki og sögu. Wagner hafði feikna mikil áhrif á Mahler en árið 1887 fékk Mahler í fyrsta sinn að stjórna Niflungahringi Wagners.

Mahler hélt því fram að allar sinfóníur sínar væru „níundu“ sinfóníurnar, en með því átti hann við að þær væru allar af svipuðum mikilfengleik og 9. sinfónía L.v. Beethovens. Mahler var trúaður á þá hjátrú að tónskáld látist alltaf eftir níundu sinfóníuna sem þau semja. Þess vegna fékk níunda sinfónía hans ekkert númer. Mahler lést engu að síður á meðan hann vann að tíundu sinfóníu sinni.

Alþjóðlega Gustav Mahler stofnunin var stofnuð árið 1955 til að heiðra líf tónskáldsins og afrek hans.

Add Your Heading Text Here