Tónskáld febrúar mánaðar 2022 er Georg Friedrich Händel

Tónskáld Mánaðarins

Georg Friedrich Händel er tónskáld febrúar mánaðar.

Hann var fæddur 23. febrúar 1685 í Þýskalandi. Hann lærði tónsmíðar í Halle í Þýskalandi og starfaði sem tónskáld í Hamburg, Þýskalandi sem og á Ítalíu og Englandi. Árið 1712 fluttist hann til London þar sem hann bjó lengst af ævi sinnar. Händel er eitt af stóru nöfnum barokk tímabilsins í tónlist. Hann samdi fjölda tónsmíða og varð einna þekktastur fyrir óperur sínar, óratoríur, konserta (concerti grossi) og orgelverk. Tónlist sína samdi hann undir sterkum áhrifum bæði frá þýskri pólýfónískri kórahefð og frá ítalskri barokkhefð.

Tónlist Händels skapar einn af hátindum barokkstílsins þar sem hann þróar ítölsku óperuna upp í hæstu hæðir, semur enskar óratoríur og orgelkonserta og innleiðir nýjan stíl í enska kirkjutónlist. Hann er enn talinn eitt merkasta tónskáld barokktímans.

Händel stofnaði óperufyrirtæki til að sjá aðalsmönnum fyrir ítölskum óperuverkum. Árið 1737 varð hann fyrir líkamlegu áfalli sem varð til þess að hann breytti um stefnu í tónlist sinni og fór í auknum mæli að skrifa ensk kórverk. Árið 1742 samdi Händel Messías fyrir kór og hljómsveit og hefur verkið notið mikillar velgengni. Verkið er reglulega flutt um allan heim. Tónlist Händels hefur verið notuð við kirkjulegar athafnir bresku krúnunnar frá árinu 1727.

Händel lést árið 1759, virtur og ríkur maður.
Tónlist Händels var alla tíð vinsæl og mikið spiluð og hún var dáð m.a. af stóru klassísku tónskáldunum Mozart og Beethoven.

Add Your Heading Text Here