Tónskáld desember mánaðar 2024 er Franz Grüber.

Tónskáld Mánaðarins

Franz Grüber var grunnskólakennari, kirkjuorganisti og tónskáld í bænum Arnsdorf í Austurríki. Hann fæddist þann 25. nóvember árið 1787 og er þekktastur fyrir að hafa samið eitt frægasta jólalag allra tíma „Heims um ból“.


Grüber lærði fyrst tónlist hjá Andreas Peterlechner kennara sínum í Hochburger en síðar átti Grüber eftir að kenna tónlist við barnaskólann í Arnsdorf. Hann starfaði reyndar sem vefari til 18 ára aldurs og fór þaðan í kennaraháskóla því hann vildi verða grunnskólakennari.

Grüber lauk tónlistarnámi hjá Georg Hartdobler, organista í Burghausen en sinnti ýmsum störfum.

Árið 1808 kvæntist hann Mariu Elisabetu Fischinger Engelsberger og eignaðist með henni tvö börn, en þau dóu ung að árum. Grüber giftist síðar nemanda sínum Mariu Breitfuss og þau eignuðust 10 börn. Fjölskyldan fluttist til Hallein í fallegu borginni Salzburg. Þar starfaði Franz Grüber sem kórstjóri, söngvari og organisti og tók einnig að sér tónlistarstörf við Nikolauskirkjuna í Oberndorf.  


En hvernig varð heimsfræga jólalagið Heims um ból til?

Sagan segir að kaþólski presturinn Joseph Mohr hafi komið með sex erinda texta til Grüber á aðfangadegi árið 1818 en textann hafði hann samið tveimur árum fyrr. Hann bað Grüber um að semja lag við textann, sem Grüber gerði fúslega fyrir vin sinn og var ekki lengi að því. Heims um ból var síðan frumflutt í jólamessu Nikulásarkirkju á Jóladag sama ár af þeim félögum og kór kirkjunnar. Grüber lék á orgelið, Mohr á gítar og þeir sungu tveir saman upphaf hvers erindis og kórinn tók alltaf undir í viðlaginu í hverju erindi.
Lengi vel héldu margir að Heims um ból væri samið af Haydn, Mozart eða Beethoven.

Heims um ból er í dag sungið við þrjú erindi á íslensku:

Heims um ból, helg eru jól
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins en gjörvöll mannkind
l: meinvill í myrkrunum lá :l

Heimi í hátíð er ný
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
l: Konungur lífs vors og ljóss :l

Heyra má himnum í frá
englasöng: Halelúja.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna sem tilreiðir sér
l: samastað syninum hjá :l

Add Your Heading Text Here