Antonio Salieri var fæddur 18. ágúst 1750. Hann var ítalskt tónskáld og kennari á klassíska tímabilinu. Hann fæddist í Legnago suður af borginni Verona á norður Ítalíu.
Salieri var máttarstólpi í þróun óperu seint á 18. öld. Hann samdi óperur á þremur tungumálum en lærimeistarar hans voru Florian Leopold Gassmann og Christoph Willibald Gluck. Salieri átti þátt í að þróa og móta marga eiginleika tungumálanotkunar óperunnar og tónlist hans hafði mikil áhrif á samtímatónskáld.
Antonio Salieri var skipaður forstöðumaður ítölsku óperunnar og gegndi því embætti frá 1774 til 1792. Hann starfaði einnig yfir ítölsku óperunni í Vínarborg. Salieri skrifaði á starfsferlinum óperur fyrir óperuhúsin í París, Róm og Feneyjum auk þess sem verk hans voru sýnd um alla Evrópu.
Tónlistarferill hans var fjölbreyttur en hann starfaði einnig sem tónlistarstjóri dómkirkna á Ítalíu og í Austurríki og starfaði fyrir tónlistarskóla í báðum löndum.
Meðal nemenda Antonio Salieri má nefna tónskáld sem allir þekkja enn þann dag í dag: Franz Liszt, Franz Schubert, L.v. Beethoven og W. A. Mozart.
Antonio Salieri lést í Vínarborg þann 17. maí 1825.