Jean Baptiste Lully er tónskáld nóvember mánaðar 2022.

Tónskáld Mánaðarins

Jean Baptiste Lully fæddist á Ítalíu 8. nóvember 1632 og var skírður Giovanni Battista Lulli. Nafnabreytingin kom til þegar hann giftist franskri konu, Madeleine Lambert, dóttur tónskáldsins Michel Lambert, en Lully hafði búið um skeið í Frakklandi og bjó þar það sem eftir var ævinnar. Lully var meistari franska barrokkstílsins en hann starfaði lengst af við hirð Lúðvíks XIV. Hann var náinn vinur franska leikritaskáldsins Molière og unnu þeir saman að fjölda sviðsverka, bæði leik- og dansverka. Lully var sjálfur dansari svo hann naut samvinnunnar. Árið 1661 var Lully ráðinn tónlistarstjóri við hirð Lúðvíks XIV.

Lully var nefndur prins franskra tónlistarmanna…enda hafði hann samið fallega og stórkostlega franska tónlist eins og óperurnar og stóru verkin fyrir raddir og hljómsveit en tónlistarstíllinn hafði ekki þekkst eins vel fyrir daga Lullys. Hann því sem næst fullkomnaði tónlistina og var lærimeistari þeirra tónskálda sem á eftir honum komu og unnu í sama stílformi.

Jean Baptiste Lully samdi um miðbik barokktímans frá 1650 til 1700. Einkenni barokktónlistar er notkun á svolkölluðu basso continuo sem knúði verkin áfram. Tónlist Lullys var þekkt fyrir kraft sinn, hún er lífleg, oft í hröðum köflum og inniheldur djúpan tilfinningaríkan karakter í hægu köflunum. Áhrif tónlistar Lullys olli straumhvörfum í barokkdönsum við sjálfa hirð Lúðvíks XIV. Í stað hægu dansanna og virðulegra hreyfinga sem höfðu áður ríkt setti hann inn líflega dansa; gavottur, menuetta, rigaudon sem og saraböndur.

Jean Baptiste Lully lést þann 22. mars 1687.

Add Your Heading Text Here