Laugardagana 11. og 18. mars verða tónleikar hér í skólanum allan daginn frá kl. 11 og á nær klukkutíma fresti til kl.18:00. Á þessum tónleikum munu allir nemendur skólans (utan forskólanemendur sem létu ljós sitt skína mánudaginn 6. mars) fá tækifæri til að koma fram og bjóða sínu fólki að koma og hlusta.
Vinsamlega athugið að skólinn prentar ekki lengur út tónleikaskrár heldur sendir forráðamönnum fyrir tónleika í tölvupósti.
Hlökkum til að sjá ykkur í skólanum.