Á morgun, föstudaginn 25. febrúar, verða tímamót þar sem öllum takmörkunum vegna Covid 19 verður aflétt bæði innanlands og á landamærum. Sjá frétt frá Stjórnarráðinu https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/02/23/COVID-19-Afletting-allra-takmarkana-innanlands-og-a-landamaerum/
Áfram þarf þó að sinna persónubundnum sóttvörnum og að fólk haldi sig heima sé það veikt.
Við fögnum þessum langþráðu tímamótum og hlökkum til að geta sett aukinn kraft í samspil og tónleika, fá foreldra í hús og aukið líf.