Mánudaginn 20. september er starfsdagur í Tónmenntaskólanum frá kl.15:30. Eftir þann tíma fellur öll kennsla niður í skólanum (hóptími 1A verður til kl.15:45). Dagurinn er hluti af starfsþróunaráætlun skólans sem kennarar eiga rétt á samkvæmt samningum. Við vonum auðvitað að nemendur nýti daginn vel í staðinn til æfinga 😉
Jólatónleikar og síðustu kennsludagar
Jólatónleikar skólans verða laugardaginn 14. desember kl. 14 í Bústaðakirkju. Á þeim tónleikum spila ekki allir nemendur skólans en auðvitað eru öll velkomin að koma og hlusta. Húsið opnar fyrir hlustendur kl.13:40. Síðustu kennsludaga fyrir jól verða helgaðir allskyns jólasamspilum bæði