Mánudaginn 20. september er starfsdagur í Tónmenntaskólanum frá kl.15:30. Eftir þann tíma fellur öll kennsla niður í skólanum (hóptími 1A verður til kl.15:45). Dagurinn er hluti af starfsþróunaráætlun skólans sem kennarar eiga rétt á samkvæmt samningum. Við vonum auðvitað að nemendur nýti daginn vel í staðinn til æfinga 😉
Aðalfundur foreldrafélagsins 9. okt kl.18
Það hefur ekki svo lítið verið rætt undanfarið um nauðsyn þess að foreldrar taki virkan þátt í skólalífi barna sinna. Foreldrafélag Tónmenntaskóla Reykjavíkur er einmitt liður í slíkri þátttöku. Allir foreldrar/forráðamenn verða sjálfkrafa félagsmenn í foreldrafélaginu, ekki eru innheimt félagsgjöld og því heldur