Vegna starfsdaga og endurmenntunar kennara fellur kennsla niður fimmtudag 8. sept. og föstudag 9. sept. Starfsdagar eru hluti af vinnuskyldu kennara og eru nokkrir yfir árið.
Þessa daga verða kennarar á ráðstefnunni „Tónlist fyrir alla“ sem haldin er í tilefni 40 ára afmælis Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum í samstarfi við Samtök tónlistarskólastjóra, tónlistardeild Listaháskóla Íslands og Félag íslenskra hljómlistarmanna.