Nemendum í 4. – 8. bekk Tónmenntaskólans er boðið upp á námskeið í spuna undir handleiðslu Catherine Maríu Stankiewicz.
Námskeiðið er kynning að grunnþekkingu í spuna með tónsköpun að leiðarljósi. Leitast er eftir að þjálfa með nemendum meðvitund og næmni, jafnt sem frumkvæði og dyrfsku í tónsköpun sinni, bæði sem hljóðfæraleikarar og í samspili. Farið verður yfir mismuandi notkun tónbila, rythma, dínamík og áferðar í tónsköpun. Einnig verður frumkvæði og hlustun í tónsköpun efld með kennslu á mismunandi hlutverkum hljóðfæra í samspili. Mikið verður spilað saman og spunnið í tímunum með gleði í tónsköpun að markmiði!
Námskeiðið verður í tvö skipti fyrir jól og tvö skipti eftir jól.
Kennt verður í tveimur hópum eftir bekkjum:
Nemendur í 6. – 8. bekk á mánudögum kl. 18. Fyrsti tími verður mánudaginn 10 okt.
Nemendur í 4. – 5. bekk á fimmtudögum kl.18. Fyrsti tími verður fimmtudaginn 13. okt.
Námskeiðinu líkur með örtónleikum í Tónmenntaskólanum.
Mánudagur 2. des – FRÍ
Vinsamlega athugið að skólinn er lokaður mánudaginn 2. desember og engin kennsla.